Með Pixel-myndavél missirðu aldrei af augnablikinu! Notaðu eiginleika á borð við andlitsmyndastillingu, nætursýn, hraðmynd og kvikmyndablörr til að taka framúrskarandi myndir.
Taktu fallegar myndir
• HDR+ með stýringum fyrir lýsingu og hvítjöfnun – Taktu fallegar myndir með HDR+, einkum þar sem lýsing er lítil eða í bakgrunni.
• Nætursýn – Þú munt aldrei vilja nota flassið aftur. Nætursýn dregur fram öll smáatriði og liti sem týnast í myrkrinu. Þú getur jafnvel tekið myndir af vetrarbrautinni með stjörnuljósmyndun!
• Ljósmyndahjálpari – Fáðu tillögur og ráðleggingar frá Gemini-líkönum um hvernig þú getur tekið betri myndir
• Besta myndin sjálfkrafa – Þú ýtir aðeins einu sinni á lokarahnappinn og missir aldrei af hinu fullkomna augnabliki með vinum þínum
• Háskerpuaðdráttur – Fangaðu viðfangsefnið í smáatriðum úr fjarlægð. Háskerpuaðdráttur skerpir á myndunum þínum þegar þú eykur aðdrátt.
• Háskerpuaðdráttur – Auktu aðdrátt allt að 100x með háþróuðu gervigreindarlíkani sem býr til myndir
• Bættu mér við – Náðu öllum hópnum á myndina, jafnvel manneskjunni sem tekur hana
• Löng lýsing – Blörraðu hluti á hreyfingu á myndinni
• Hreyfihliðrun – Blörraðu hluti í bakgrunni en haltu viðfangsefninu í fókus
• Víðfókus – Fangaðu skæra liti og smáatriði, jafnvel hinna smæstu viðfangsefna
• Ítarstýringar – Notaðu myndavélarstillingar á borð við lokarahraða, ISO og fleira
Fullkomin vídeó í hverri töku
• Vídeóbestun – Taktu ofurskýr vídeó með myndvinnslu gervigreindar í skýinu
• Vídeó með nætursýn – Endurupplifðu hið fullkomna augnablik, jafnvel að kvöldi til
• Taktu upp flæðandi hágæðavídeó í ótrúlegri upplausn með skýru hljóði, jafnvel í margmenni
• Kvikmyndablörr – Skapaðu bíóáhrif með því að blörra bakgrunn viðfangsefna
• Kvikmyndræn víðmynd – Hægðu á hliðrun símans
• Löng taka – Taktu upp stutt vídeó með því að halda lokarahnappinum inni í sjálfgefinni myndastillingu
Kröfur – Nýjasta útgáfa Pixel-myndavélarinnar virkar eingöngu í Pixel-tækjum sem keyra Android 16 og nýrri útgáfur. Nýjasta útgáfan af Pixel-myndavélinni fyrir Wear OS virkar aðeins í tækjum sem keyra Wear OS 5.1 (eða nýrri útgáfu) og tengd eru við Pixel-síma. Sumir eiginleikar eru ekki í boði í öllum tækjum.